Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. Hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, er meðlimur Fimm í Tangó og ReykjavíkBarokk. Í apríl 2012 frumflutti Kristín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands, hið stórkostlega verk Svyati eftir John Tavener fyrir einleiksselló og blandaðan kór. Kristín hlaut mikið lof fyrir flutning sinn á Tavener. Kristín lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og hlaut toppeinkunn fyrir lokatónleikana. Kristín gaf út sína fyrstu sólóplötu Hefring haustið 2013 með eigin tónsmíðum, útsetningum og sellóleik. Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun.

Kristín Lárusdóttir is educated in classical cello playing. She has also furthered her education in baroque music, viol playing and jazz music. Kristín has played with the Icelandic Opera, the Symphony Orchestra of North Iceland, is a member of Five in Tango and ReykjavíkBaroque. In April 2012 Kristín, along with the South Iceland Chamber Choir, premiered in Iceland the magnificent piece Svyati by John Tavener for solo cello and choir. Kristín received great praise for her performance of Tavener. In the spring 2013 Kristín received her diploma in Computer Music (Advanced Level Examination) with outstanding marks for her final recital. Kristín released her first solo album in 2013. She composed and arranged the music, played cello, recorded and mixed the album.